Greiðsluupplýsingar

Við sendum reikning eftir Utís Online (mán. 23.sept.) beint í heimabanka þátttakandans (frá Penguin slf.) í gegnum Konto.

Þú færð póst með reikningnum á netfangið sem þú gafst upp frá: tilkynning@konto.is - greiðslukvittun á að berast í pósti frá tilkynning@konto.is daginn eftir greiðslu.

Endurgreiðsla til stéttarfélags

Fyrst borgar þú reikninginn í heimabankanum og sækir svo endurgreiðslu í endurmenntunarsjóð stéttarfélagsins eða til skólans þíns ef þú hefur hug/tök á.

Til þess að sækja um slíkt þarf annað hvort:

Leið 1: Greiðslukvittun og .PDF af dagskránni (hér)
Leið 2: Reikninginn, kvittun úr heimabanka og .PDF af dagskránni (hér)

Leið 1

Leið 1: Senda inn greiðslukvittun sem berst í tölvupósti frá tilkynning@konto.is ásamt .PDF af dagskránni sem þú finnur hér.


Leið 2

Leið 2: Senda inn reikninginn sem berst í tölvupósti frá tilkynning@konto.is, sækja greiðslukvittun í heimabanka og senda líka ásamt .PDF af dagskránni sem þú finnur hér.


Hvernig sæki ég greiðslukvittun í heimabanka?

Dagskráin á .PDF 👇 

Hér getur þú sótt .PDF útgáfu af dagskránni til að senda inn með reikningnum til endurgreiðslu hjá starfsþróunarsjóði.

Ert þú að leita að endurgreiðslu vegna þátttökupartýs?

Tvær leiðir eru svo til endurgreiðslu eftir Utís Online:

➤ Leið A: Tengiliður/Skólastjóri kaupir bakkelsi á sitt persónulegt kort fyrir allan hópinn og sendir kvittun fyrir upphæðinni hér inn (fjöldi x max kr.1000.-) og fær endurgreitt eins fljótt og auðið er að ráðstefnu lokinni á sinn persónulega bankareikning.

➤ Leið B: Sveitarfélagið/Skólinn kaupir á kort skólans/Sveitarfélagsins og sendir svo Penguin slf. (kt.701018-1840) reikning fyrir upphæðinni og sendir afrit af reikning á ingvi@utis.online

Hér er hlekkur sem þið getið notað þegar þar að kemur til að fá endurgreitt fyrir hluta kostnaðar við þátttökupartý: https://forms.gle/hxjhZvT9DFcSyftu7

Kostnaður

Utís Online 2024 kostar 17.990.- (+ kr.240.- greiðslugjald í banka)
Þar verða um 20 erlendir fyrirlesarar.
Allir fyrirlestrar eru textaðir á íslensku.
Svo verða um 15 ný innslög stutt um einhver bestu skólaverkefni á landinu.
…já og svo færðu ígrundunarbók í þátttökupakka í pósti.