
#utisonline
Sendu spurningar á fyrirlesara í gegnum Sli.Do
Á Utís Online notum við Sli.Do til þess að senda inn spurningar á fyrirlesara.
Best er að nota Sli.Do í síma eða iPad á meðan horft er á fyrirlestrana. Skannaðu QR kóðann hér að neðan til að komast inn eða skrifaðu #utisonline á sli.do

Algengar spurningar um Utís Online
-
Utís Online er menntaviðburður haldinn á netinu 20.-21.september 2024 á www.utis.online.
Utís Online er fyrir allt skólafólk þar sem við höfum fært fyrirlestrana að mestu af Utís og á rafrænt form í gegnum Utís Online. Þetta er gert til að koma til móts við þann mikla áhuga á Utís og gera það efni sem vanalega fer fram þar, aðgengilegt fleirum óháð staðsetningu.
Utís Online ætti því að henta öllum kennurum og skólafólki, hvar sem er á landinu, sama á hvaða skólastigi, sem hafa áhuga á upplýsingatækni, skólaþróun og nýsköpun.
Meira með þvi að smella hér
-
Kennarar og skólafólk skráir sig og tekur þátt í rauntíma. Allir fyrirlestrar verða textaðir á íslensku, gögn send í pósti til allra þátttakenda, aðgangur að spjalli, tengslaneti og annað óvænt og skemmtilegt.
Dagskrána má finna á http://utis.online/dagskra
Allir þurfa tæki (og net) og gott að hafa heyrnartól, Hægt er að nota iPad fyrir fyrirlestrana en fartölvu þarf til að mæta í netráðstefnuhöllina og spjalla í gegnum Gatheround.
Allir fyrirlestrar eru með ‘Webinar’ fyrirkomulagi og því ekki hægt að kveikja á vefmyndavél þátttakenda á meðan á fyrirlestrum stendur.
Hægt er að spyrja spurninga til fyrirlesara í gegnum Sli.Do. Að loknum fyrirlestri verða þær bestu valdar og sendar á fyrirlesara sem svara þeim skriflega/myndbandi og sett verður á síðu hvers fyrirlesara.
Viðburðurinn skipulagður frá grunni fyrir net til að auka aðgengi kennara, að gera fyrirlestrana og umræður aðgengilegar fleirum auk þess að efla umræðu um skólamál og skólaþróun á Íslandi.
-
Skráning hófst 15.april 2024 en lauk 10.september. Rukkað er eftir viðburðinn og er verðið 17.990.- á mann, sem er styrkhæft til flestra stettarfélaga.
-
Dagskráin er frá 13-16 á föstudeginum 20.september og 10-15 laugardaginn 21.september.
Frekari upplysingar eru á: https://www.utis.online/dagskra
-
Þú þarft að hafa:
-Fartölvu / Spjaldtölvu
-Heyrnartól
-Nettengingu
-Utís Online umslagið sem þú færð sent í pósti í byrjun september með öllu sem þar er…
Gott er að hafa:
-iPad og/eða síma sem aukatæki
-Kaffibolla
-Hleðslusnúrur
-
Árið 2022 voru þátttökupartýin nauðsynlegur hluti af upplifuninni fyrir marga af þeim sem skráðu sig á Utís Online.
Við hvetjum sem flestar stofnanir að huga að þátttökupartýi 🥞☕️, en yfir 100 skólar 🏫 gerðu það árið 2022.
Margir borðuðu saman á föstudags-/eða laugardagskvöldinu, borðuðu saman hádegismat og héldu kaffiboð.
Skráning skóla/stofnanna að halda þátttökupartý mun opna í lok apríl 2024 og fær hver skóli/stofnun greiðslu upp í kostnað við bakkelsi/mat hvers þátttakenda að upphæð 1.000.- á mann.
Skoðaðu meira um það hér: https://www.utis.online/party
-
Einn af aðalviðburðum Utís Online eru þátttökupartýin um land allt, en mismunandi er hvernig hver skóli útfærir það.
Hver skóli/stofnun ákveður fyrir sig útfærsluna á sínu partýi en í grunninn er hugmyndin að starfsmenn taki þátt í ráðstefnunni saman og geri sér svo glaðan dag, t.d. með því að borða hádegismat saman , vera með gott bakkelsi á meðan ráðstefnan fer fram og einhverjir veit ég ætla að fara saman út að borða.
Best er að skoða myndband frá 2022 hér: https://vimeo.com/792896840/48b9f96f3b
Við mælum með að borða saman á laugardeginum á milli 11.40-12.30 og hafa sameiginlegt kaffi klukkan 15.00 á laugardegi eftir að formlegri dagskrá lýkur fyrir starfsmenn að spjalla og deila.
Ath. hver og einn starfsmaður skráir sig sjálfur á Utís Online 2024 hér og er þá sjálfkrafa skráður í partýið hjá sínum skóla/stofnun.
Utís (Penguin slf.) greiðir kr. 1.000.- fyrir hvern skráðan starfsmann þeirra skóla sem halda þátttökupartý upp í kostnað á kaffi og veitingum sem þið ákveðið.
-
Að auki við erlend fyrirlestra og alls konar ígrundun og samtöl fólk um land allt erum við að undirbúa að taka þátttakendur í ferðalag um það besta sem er að gerast í íslensku skólakerfi.
Við verðum með um 16 ný innslög um framúrskarandi verkefni í leik-, grunn- og framhaldsskólum sem verða frumsýnd á Utís Online.
Gefinn verður tími í dagskránni til að þátttakendur velji sér þau verkefni sem þau vilja kynna sér nánar, verkefni sem þið getið lært af og tekið það sem ykkur hentar 🛠💡. -
Utís Online kostar 17.990.- á mann, er endurgreiðsluhæft til endurmenntunarsjóð og greitt er eftir viðburð.
Innifalið í verðinu eru allir fyrirlestrar frá ráðstefnu og aðgengilegir þátttakendum út árið, þátttökupakki m.a. með ígrundunarbók sem er sendur í pósti, aðgangur að spjalli og verkfærum til að auka tengslanet svo eitthvað sé nefnt.
-
Allar upplysingar um greiðslu eru á: https://www.utis.online/greidsla
En í stuttu máli sendum við reikninga eftir Utís Online. beint í heimabanka þátttakandans (frá Penguin slf.)
Þú borgar reikninginn og sækir svo endurgreiðslu í endurmenntunarsjóð stéttarfélagsins eða til skólans þíns.
Til þess að sækja um slíkt þarf kvittun út heimabanka ásamt .PDF af dagskránni sem verður hún send út eftir viðburð.
-
Utís eru fámennar vinnustofur, haldnar á Sauðárkróki annað hvert ár (2019, 2021, 2023, 2025…) hvert fyrir kennara af öllu landinu ætlaðar að dýpka þekkingu og tengslanet kennara.
Síðan 2015 hafa erlendir fyrirlesarar komið og haldið bæði fyrirlestra og vinnustofur en nú ætlum við að færa fyrirlestrana á netið í gegnum þennan nýja viðburð ásamt því að bæta við fleiri fyrirlesurum.
Á Utís Online í september annað hvert ár (2020, 2022, 2024, 2026…) eru fyrirlestrarnir, á meðan Utís í nóvember eru vinnustofurnar annað hvert ár á móti.
——
Að mæta á Utís vinnustofurnar er stórt skref og aðeins um 150 pláss, m.a. vegna gistingar en vanalega eru umsóknir 3x það. Utís Online er ætlað fleiri kennurum, stjórnendum og skólafólki almennt og gefa innsýn í Utís samfélagið og móta samtal kennara og skólafólks um upplýsingatækni, skólaþróun og nýsköpun í skólastarfi á Íslandi.
Utís vinnustofurnar á Sauðárkróki á oddatöluárum ✏️
Sú breyting hefur verið gerð á Utís til lengri tíma litið að Utís vinnustofurnar verða í nóvember á oddatöluárum (2021, 2023, 2025 og svo fr.v) þar sem oddarnir í skólaþróun, nýsköpun og upplýsingatækni um land allt hittast og vinna saman og kynna verkefni sín og kynnast öðrum eins og verið hefur.
Utís Online í september á sléttum ártölum 👩💻🧑💻
Utís Online kemur nýtt inn og verður haldið á sléttum ártölum (2022, 2024, 2026 og svo fr.v.) þar sem tækifæri gefst fyrir oddana að taka þátt, hvetja samstarfsfólk með sér og dreifa þannig breytingum um skólasamfélagið 🌿 á stærri skala.
Skipulagið til framtíðar:
2024: Utís Online (opið öllum kennurum og skólafólki á Íslandi)
2025: Utís 2025 á Sauðárkróki í nóvember (Umsóknarferli)
2026: Utís Online (opið öllum kennurum og skólafólki á Íslandi)
2027: Utís 2025 á Sauðárkróki í nóvember (Umsóknarferli)
…. og svo framvegis
-
Heimilisfang viðkomandi er notað ef skólinn/vinnustaðurinn skráir sig ekki í þátttökupartý og þá þarf að senda þátttökupakkann beint á heimili viðkomandi.
Símanúmer er t.d. gott að hafa ef senda þarf SMS á þátttakendur m.a. til að staðfesta skráningu (tölvupóstar fara oft í síu eða ruslpóst) eða ef það arf að tilkynna eitthvað áríðandi, t.d. ef heimasíða eða útsending rofnar á meðan á ráðstefnunni stendur og beina þarf fólki á annan tengil.

Við erum með vélmenni að störfum sem svarar flestu
Hafðu samband
Ef þú hefur spurningu sem er ekki svarað hér að ofan, endilega sendu póst á ingvi(hja)utis.online og við höfum samband um leið og við getum.